Kostir grænmetis- og ávaxtasafa fyrir heilsuna eru fjölmargir og ótvíræðir. Grænmetissafar eru sneisafullir af næringarefnum og góð leið til þess að auka inntöku okkar á grænmeti og ávöxtum. Þeir eru líka hentugir til að auka grænmetisneyslu, ekki síst fyrir börn og unglinga. Ferskir safar hafa hreinsandi og nærandi áhrif og það er afar einfalt að útbúa holla heilsudrykki úr fersku grænmeti og ávöxtum. 

1 lúka = ~30 gr

Rjómakenndur súkkulaði- & kókosboost
1-2 lúkur af orkuþrennu
2 bananar
1 msk kakóduft
1 bolli möndlumjólk
1/4 tsk vanilluduft
Klakar
2 msk kókosflögur
Allt sett í blandara og blandað vel saman
Kókosflögur settar á toppinn.
Grænn orkuboost með ananas
1-2 lúkur af spínati
1/2 bolli ferskur ananas
1 pera
1 tsk acai eða goji ber
3 msk kasjúhnetur
1 bolli vatn (eða t.d. möndlumjólk)
Klakar
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Orkuskammtur
2 lúkur af klettasalati
3 dl vatn 
1/2 dl möndlur 
2 græn epli
80 g sellerírót, í bitum
1 banani
Allt sett í blandara í og blandað vel saman.
Kirsuberja & möndlu smoothie
2-3 lúkur af spínati
1/4 bolli möndlur (leggja fyrst í bleyti í 6-12 klst)
250 ml appelsínusafi
1 bolli frosinn kirsuber
1 frosinn banani
1 msk chia fræ
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Ávaxta smoothie
1 lúka af spínati
1 kiwi
1 pera
1 grænt epli
1/2 lime (fjarlæga börkinn)
1/3 agúrka
250-300 ml vatn eða kókosvatn
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Epla & spínat smoothie
(uppskrift fyrir tvo)
2-3 lúkur af spínati
1 sellerístöngull
1/2-1 cm bútur af engifer
200 ml heilsusafi / appelsínusafi
1 & 1/2 grænt epli
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Ósætur spínat & myntu smoothie
1-2 lúkur af spínati
300 ml vatn
1/2 - 1 agúrka
2 sellerístönglar
Safi úr 1/2 - 1 lime
1 lúka af myntulaufum
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Spínat & ananas smoothie
2-3 lúkur af spínati
200 ml vatn
2 bollar ananasbitar
1 miðlungsstórt avocado
5-10 ísmolar
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Mangó & cashew smoothie
(Uppskrift fyrir tvo)
4-5 lúkur af orkuþrennu
1 mangó
2 bananar
80 g cashew hnetur
Safi úr 1 lime
500 ml möndlumjólk, kókosvatn eða vatn
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Lárperu & epla smoothie
1-2 lúkur af orkuþrennu
1 lárpera
2 epli
25 græn steinlaus vínber
500 ml vatn
1 tsk hunang
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Rauðrófu smoothie
4-5 lúkur af orkuþrennu
1 rauðrófa, skorin í teninga
6-7 jarðarber
1/2 appelsína
250 ml vatn
5-10 ísmolar
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Banana & hnetusmjörs smoothie
3 lúkur af orkuþrennu
250 ml möndlumjólk
1 msk hnetusmjör
1 tsk chia fræ
1 frosinn banani (sneiddur)
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Spínat og grænkáls smoothie
4-5 lúkur af orkuþrennu
1/2 bolli niðurskorin hunangsmelóna
1/2 bolli fitusnauð grísk jógúrt
8-10 ísmolar
Þynna með vatni, smekksatriði
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Orkubomba – eftir æfinguna
3-4 lúkur af spínati
2 dl vatn
1/2 dl pistasíuhnetukjarnar
1/2 dl möndlur
1 banani
1/2 avókadó
1/2 lime
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Vínberja og spínat tvenna
3-4 lúkur af spínati
400 g græn steinalaus vínber
4 sellerístilkar í bitum
1/4 stk lime, afhýtt og steinhreinsað
Allt sett í blandara og blandað vel saman.

Hreinn grænn safi
10 lúkur af spínati (eða klettasalati)
4-5 sellerístilkar
2-3 græn epli
1 lime
2 cm engiferrót
Allt sett í gegnum safapressu - gott að drekka með klaka útí

Suðrænn og sætur
5 lúkur af spínati
1 dl vatn
150 g ferskur ananas
8-10 jarðaber (má nota frosin)
100 g mango (má nota frosin)
1 banani
5 myntulauf
Allt sett í blandara og blandað vel saman.

Það eru til ótal leiðir til þess að gera gómsætt salat. Hérna bjóðum við upp á nokkrar hugmyndir.....

Veislusalat

1 poki veislusalat
1 stk hvítur laukur í sneiðum
4 stk tómatar skornir í báta
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk balsamikedik
1 msk sojasósa
3 msk jómfrúarolía
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Blandið saman í skál hvítlauk, sojasósu, balsamikediki og olíu, og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir tómata og laukinn og hrærið vel saman. Setjið veislusalatið í skál og blandið tómatasalsanu út í og berið strax fram.

Salat með rauðu greipaldin og geitaosti

1 poki garðsalat
1 poki klettasalat
3 stk rauð greipaldin (má nota appelsínur)
1 stk rauðlaukur í sneiðum
150 g ólífur
½ dl jómfrúarolía
2 msk balsamikedik
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
100 g geitaostur

 

Setjið salatið í skál og bætið ólífum, rauðlauk og grapekjöti. Hrærið saman olíu og ediki og kryddið með salti og pipar og hellið yfir salatið. Myljið ostin yfir og berið fram.

Volgt spínatsalat

1 poki spínat
1 bakki sykurbaunir
1 stk mango afhýtt og skorið í þunnar sneiðar
3-4 msk smjör
3-4 msk hlynsýróp
1 dl ristaðar furuhnetur
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Steikið sykurbaunirnar upp úr smjöri í 1 mín og kryddið með salti og pipar. Bætið sýrópinu út í og látið standa í nokkrar mínútur. Blandið saman spínati og mangó í skál og hellið baununum út í. Stráið furuhnetum yfir.

Sveppasalat

750 g blandaðir sveppir t.d. kastaníu, shitake, flúða, kantarellu eða portobello
3 greinar timjan, ferskt (saxað)
2 hvítlauksgeirar saxaðir
2 msk smjör
2 pokar klettasalat
2 msk hunang
Safi úr einni sítrónu
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Blandið saman timjan, hvítlauk, hunangi og sítrónusafa. Steikið sveppina upp úr smjörinu á pönnu og kryddið með salti og pipar. Bætið blönduni saman við og steikið í 1-2 mínútur. Setjið klettasalat í skál og blandið sveppunum saman við. Berið fram strax.

Kjúklingasalat með rauðu greipaldin

1 vorlaukur saxaður
2 msk hvítvínsedik
4 msk jómfrúarolía
4 msk sýrður rjómi
175 g rifið kjúklinakjöt
2 stk rauð greipaldin (má nota appelsínur)
1 poki veislusalat
8 valhnetur, saxaðar

 

Hrærið saman vorlauki, ediki, olíu og sýrðum rjóma. Bætið kjúklingi saman við. Setjið salatið í skál og notið beittan hníf til þess að skera kjötið úr greipaldininu og setjið út í salatið, ásamt kjúklingnum og valhnetum. Kryddi með salti og pipar.

Sumarlegt kjúklingasalat

1 poki garðsalat
1 stk rauðlaukur í sneiðum
1 gul paprika skorin í teninga
1 box jarðarber
400 g kjúklingakjöt rifið
200 g frosinn maís
Safi úr hálfri sítrónu
Jómfrúarolía
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Skerið jarðaberin í fernt og blandið saman við salatið, rauðlaukinn, paprikuna og kjúklinginn. Steikið maísinn upp úr olíu á pönnu og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir salatið og blandið saman ásamt sítrónusafa og smá olíu.

Klettasalat með peru og fennel

1 stk fennel
1 stk pera
1 poki veislusalat
1 poki klettasalat
 

Hunangs sinneps dressing

1 msk kornótt sinnep
1 msk dijon sinnep
1 msk hunang
1 msk sítrónusafi
4 msk jómfrúarolía
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Skerið fennelið í mjög þunnar sneiðar og setjið í skál með köldu vatni í 15-20 min. Blandið öllu saman sem á að fara í dressinguna í ílát með loki og hristið vel saman. Sigtið fennelið og setjið í skál. Skerið peruna í fernt og kjarnhreinsið, skerið í þunnar sneiðar og bætið útí skálina. Blandið salatinu saman og hellið dressingunni yfir og blandið varlega saman.

Mandarínu og rauðlaukssalat með granataeplum

6 stk mandarínur
1 lítill rauðlaukur
4 msk  fræ úr granataeplum
1 poki klettasalat
1 msk sítrónusafi
1 tsk hunang
2 msk mild ólífuolía
Fersk basilika og mynta til skrauts
 

Takið hýðið utan af mandarínunum og skerið í þunnar sneiðar. Skerið rauðlaukinn í þunna strimla. Raðið mandarínunum á fat og stráið rauðlauknum, klettasalatinu og fræunum úr granataeplunum yfir. Setjið sítrónusafa, hunang og olíu í skál og þeytið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið dressingunni yfir. Skreytið með ferskum kryddjurtum. Hentar vel með fiski eða kjöti. Einnig gott að mylja fetaost yfir.

Steikt spergilkál með spínati og parmesan

1 stk spergilkál (u.þ.b. 250 g)
½ poki spínat
3 msk smjör
3 msk ólífuolía
3 stk hvítlauksgeirar
40 g parmesan rifinn
Salt og nýmalaður pipar

 

Skerið spergilkálið niður í munnbita, notið einnig stilkinn. Steikið  á pönnu upp úr smjöri og olíu og kryddið með salti og nýmöluðum pipar. Saxið hvítlaukinn og bætið á pönnuna þegar spergilkálið hefur tekið lit og steikið í 2 mín til viðbótar. Setjið spínatið í skál og hellið spergilkálinu yfir. Blandið saman og stráið parmesan osti yfir og berið fram.

Litríkt hrásalat með valhnetum

1 stk gulrófa
1 stk rauðrófa
4 stk gulrætur
½ sellerírót
½ dl söxuð steinselja
1 dl hakkaðar valhnetur
 

Dressing

2 msk sítrónusafi
2 tsk hunang
2 msk jómfrúarolía
1 msk hnetuoía (má nota aðra olíu)
Salt og nýmalaður pipar

 

Skrælið og skerið rótargrænmeti í þunna strimla. Einfaldast er að nota grænmetisskera en einnig má nota gróft rifjárn. Þeytið saman sítrónusafa, hunangi, jómfrúarolíu, hnetuolíu og kryddið með salt og pipar. Bætið steinselju og valhnetum út í, blandið saman við grænmetið og berið fram.

Tómatsalat með mozzarella

1 box kirsuberjatómatar
250 g tómatar (vel þroskaðir)
1 stk rauðlaukur
2 stk hvítlauksgeirar
1 poki klettasalat
1 búnt fersk basilika
3 msk jómfrúarolía
1 msk balsamic edik
1 stk mozzarella ostur
Salt og nýmalaður pipar
 

Setjið klettasalat á fat og skerið tómata í grófa báta eða bita og leggið ofan á. Skerið rauðlauk í strimla og stráið yfir. Blandið saman jómfrúarolíu og balsamic ediki og pressið hvítlauk saman við. Dreifið dressingunni yfir tómatana og kryddið með salti og pipar. Skerið basiliku gróf og rífið niður mozzarella ostinn, stráið yfir og berið fram. Himneskt með góðu steinbökuðu brauði.

Gulrótar- og appelsínusalat með chili

400 g gulrætur
2 stk appelsínur
Safi af ½ sítrónu
½ - 1 rauður chili
3 msk ólífulolía
Klípa af saltflögum
½ dl af ferskri myntu eða kóríander (eftir smekk)

 

Skrælið gulrætur og skerið í þunna strimla eða rífið með rifjárni. Skerið hýðið af appelsínum (inn að kjöti) og sneiðið í þunnar sneiðar - má skipta sneiðum í tvennt. Blandið saman gulrótum og appelsínum. Setjið sítrónusafa, ólífuolíu, chili, salt og kryddjurtir í skál og hrærið saman. Bætið út í salatið og blandið vel saman.

Sumarsalat

1 poki veislusalat
1 þroskað mangó afhýtt og skorið þunnt
200 g vatnsmelóna afhýdd og skorin þunnt

 

Öllu blandað saman og látið standa í nokkrar mínútur áður en borið er fram.

Hollt & Gott ehf. var stofnað árið 1995. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í fullvinnslu á fersku grænmeti, ferskum salatblöndum, niðurskornum ávöxtum, brauðsalötum og sósum. Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru jafnt fyrir neytendamarkað og stóreldhús ásamt vörum og hráefni fyrir salatbari í verslunum og fyrirtækjum.

FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI


© 2014 Hollt og Gott ehf - Kt: 520795-2439 - Fosshálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími: 575-6050 - Fax:  575-6055 - Netfang: hg@hollt.is